Lækjarbrekka , Selfoss

27.000.000 Kr.Sumarhús
97,2 m2
3 herbergja
Sérinngangur
Herbergi 3
Stofur 1
Baðherbergi 1
Svefnherbergi 2
Ásett verð 27.000.000 Kr.
Fasteignamat 20.570.000 Kr.
Brunabótamat 31.050.000 Kr.
Byggingarár 2007

Lýsing


Lækjarbrekka, Syðri-Brú, 801 Grímsnes-og Grafningshreppi. Hitaveita, heitur pottur. Lokað svæði með rafmagnshliði (símahlið),

Fasteignaland kynnir: Fullbúið sumarhús sem stendur á 5,125 fm eignarlóð í landi Syðri Brúar í Grímsnes-og Grafningshreppi. Húsið er srkáð um
97.2 fm að stærð en er um 110 fm að gólffleti.

Húsið skiptist; Forstofa, baðherbergi, geymslu, tvö svefnherbergi, stofu og eldhús auk rúmgóðs svefnlofts. Gólfefni vantar nema á baðherbergi en þar eru flísar. Falleg viðarinnrétting er í eldhúsi með sambyggðri eldavél með helluborði og uppþvottavél. Opið inn í stofu með góðri lofthæð. Hurð er út á stóran sólpall úr stofunni.
Baðherbergi er rúmgott, með lítilli innréttingu og góðri sturtu. Tvö herbergi með góðu skápaplássi.
Milliloft er með furuplönkum á gólfi, manngengt með opnanlegu fagi.
Af sólpalli er gengið inn í geymslu/þvottahús þar sem inntök hússins eru.
Stór sólpallur er við húsið með skjólgirðingu.
Búið er að leggja drenlögn um hluta lóðarinnar og setja niður talsvert af trjám.

Geymsluskúr: Ca. 7 fm.

Fallegt útsýni er  frá lóðinni. Steypt plata með hitalögn í . Hitaveita, heitur pottur, stór sólpallur. Lokað svæði (símahlið).
Árgjald er 30.000 sem fer í viðhald á vegi og hliði á svæðinu.

Möguleiki er að fá búslóð með í kaupum á eigninni.
 

Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. Stutt er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og fallegar gönguleiðir. Selfoss er aðeins í 16 km fjarlægð og því stutt í alla þjónustu. Frá Reykjavík eru aðeins um 70 km sé ekið um Hellisheiði. Styttra um Nesjavallaveg.
 

Upplýsingar gefa: 
Heimir Eðvarðsson
, löggiltur fasteignasali s. 893-1485, netfang: heimir@fasteignaland.is

Halldór Ingi Andrésson, löggiltur fasteignasali s. 897 4210 netfang: halldor@fasteignaland.is

 

Kort


Sölumaður

Heimir Hafsteinn EðvarðssonLöggiltur fasteigna-og skipasali, framkvæmdastjóri
Netfang: heimir@fasteignaland.is
Sími: 893-1485
Senda fyrirspurn vegna

Lækjarbrekka


CAPTCHA code