Opið hús mánudaginn 16. apríl 2018 frá kl. 17:30 til 18:00 að Álfheimum 15. Upplýsingar veiti Steinar S. Jónsson í síma 898-5254
Álfheimar 104 Reykjavík. Jarðhæð í fjórbýli.
Fasteignaland kynnir: Þriggja herbergja íbúð á jarðhæð með sér inngangi í fjögurra hæða húsi við Álfheima. Um er ræða 97,8 fm íbúð.
Lýsing á eign: Forstofa með flísum á gólfi. Stórt hol með parketi á gólfi og góðu skápaplássi. Stofa með parketi á gólfi og útgengi út á verönd. Tvö herbergi, annað með parketi á gólfi og fataskáp. Hitt er með máluðu gólfi og góðu skápaplássi. Eldhús með hvítri innréttingu og sambyggðri eldavél og góðum borðkrók. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með viðarinnréttingu og sturtuklefa.
Í sameign er sér geymsla ásamt sameiginlegu þvottahúsi og þurrkherbergi.
Lóðin er sameigninleg og er stór sameiginlegur sólpallur austan við húsið.
Þetta er björt og falleg eign þar sem stutt er í skóla, leikskóla, íþróttir og aðra þjónustu.
Steinar Jónsson, löggiltur fasteignasali S: 898-5254 , netfang: steinar@fasteignaland.is
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali s. 893-1485, netfang: heimir@fasteignaland.is
Gjöld sem kaupandi þarf að huga að við kaup Stimpilgjald vegna þinglýsingar kaupsamnings er 0,4-1,6% af fasteignamati hins keypta auk kr. 2.000.- fyrir þinglýsingu kaupsamnings.
Ef kaupandi tekur lán hjá bankastofnun / íbúðalánasjóði. Lántökugjald er 0,5-1% af höfuðstól hjá Íbúðalánasjóði en er annars breytilegt eftir lánastofnunum en ávallt greiðast kr. 2.000.- fyrir þinglýsingu á hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölunnar er kr. 48.300.- krónur auk vsk sem greiðist við undirritun kaupsamnings.