Hrönn Ingólfsdóttir lgfs. s.692-3344, Björgvin Þór Rúnarsson og Fasteignaland kynna í einkasölu stórglæsilegt einbýlishús með tveimur aukaíbúðum við Sævang 2 í Hafnarfirði teiknað af Kjartani Sveinssyni. Um er að ræða einstaklega glæsilegt hús þar sem búið er koma fyrir á afar smekklegan hátt þremur góðum íbúðum öllum með sérinngangi. Ein er töluvert stór eða um 170 fm með 5 svefnherbergjum, einu salerni og einu baðherbergi, þvottahúsi, rúmgóðu nýju eldhúsi og stofu. Hinar tvær íbúðrnar eru nýstandsettar og eru útleigueiningar í skammtímaleigu. Eignin er skráð alls 228,6 fm. Í myndum er upprunaleg teikning af fyrra skipulagi ásamt teikningu af núverandi skipulagi.
Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Hrönn Ingólfsdóttir lgfs í síma: 692-3344 og [email protected] Nánari lýsing eignar:Stærsta einingin:
Forstofa: Góð forstofa með flísum á gólfi, góðum skápum og hita í gólfi.
Eldhús: Einstaklega falleg og stílhrein innrétting með innbyggðum ísskáp, frystir og uppþvottavél. Glæsilegur steinn er á öllum borðum í eldhúsi. Innbyggð tæki fylgja ásamt vínkæli. Ofn í vinnuhæð og 80cm helluborð.
Stofa + borðstofa: Stofan er einstaklega björt og afar rúmgóð með útgengi út í garð. Borðkrókurinn er bogalaga og gefur rýminu einstaklega fallegan svip. Fallegur arin prýðir stofuna.
Fimm svefnherbergi: Öll rúmgóð með nýlegu parketi á gólfi.
Baðherbergi: Eldra baðherbergi sem á eftir að taka í gegn. Innaf baðherbergi er rými sem hugsað er sem þvottahús.
Salerni: Lítið gestasalerni sem hefur nýlega verið standsett. Upphengt salerni og lítil innrétting með vaski. Frágang vantar á klósettkassa.
Á svefnherbergisgangi er rúmgott hol sem gæti nýst sem sjónvarpshol eða heimaskrifstofa. Þaðan er gengið út í garð. Á pallinum er falleg nýsmíðuð pergola þar sem er góður rafmagnspottur, grillaðstaða og setustofa. Á þaki pergólunnar er glært báruplast og því er hægt að vera þar í skjóli vinda. Nýlega hefur verið sett upp smartlæsing á aðalíbúð sem mun fylgja. Hiti er í gólfi í forstofu, stofur og eldhúsi.
Íbúð 1:Rúmgott svefnherbergi, stofa og rúmgott eldhús flæða saman. Eldhús með nýrri eldhúsinnréttingu. Salerni í sér rými og annað rými með sturtu og þvottavél. Sérinngangur.
Íbúð 2:Stúdíó með baðherbergi með sturtu, eldhúskrókur.
Kaupendum er bent á að ekki eru til reyndarteikningar af núverandi skipulagi hússins.
Þetta er glæsileg eign sem vert er að skoða á frábærum stað í Hafnarfirði þar sem stutt er í verslun, skóla, leikskóla og alla helstu þjónustu. Miklir tekjumöguleikar fyrir duglega einstaklinga að framleigja einingar áfram. Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Hrönn Ingólfsdóttir lgfs í síma: 692-3344 og [email protected].Fáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér og í s.692-3344.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.